Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   mið 10. júlí 2019 17:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hlynur Örn Hlöðversson í Fram (Staðfest)
Hlynur Örn Hlöðversson.
Hlynur Örn Hlöðversson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram hefur fengið markvörðinn Hlyn Örn Hlöðversson frá Breiðabliki.

Blikar kölluðu Ólaf Íshólm Ólafsson til baka úr láni frá Fram á dögunum og er Hlynur núna kominn í hans stað, einnig frá Blikum.

„Fram hefur gengið frá samning við Hlyn Örn Hlöðversson 23 ár markvörð. Hlynur er okkur Frömurum að góðu kunnur en hann lék með félaginu 2017. Við bjóðum Hlyn velkominn í hópinn. Samningurinn gildir til loka tímabilsins," segir í tilkynningu frá Fram.

Auk þess að leika með Fram og Breiðablik hefur Hlynur á ferli sínum leikið með KF, Augnabliki, Tindastól, Grindavík, Fjölni og Njarðvík.

Í sumar kom hann við sögu í einum leik hjá Blikum, þegar Gunnleifur Gunnleifsson meiddist gegn KR.

Fram er í fimmta sæti Inkasso-deildarinnar eftir 10 umferðir.



Athugasemdir
banner