Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   fös 10. júlí 2020 16:00
Magnús Már Einarsson
Bruno Fernandes og Nuno Santo bestir í júní
Bruno Fernandes, miðjumaður Manchester Unted, hefur verið valinn leikmaður júní mánaðar í ensku úrvalsdeildinni.

Portúgalinn hefur verið frábær síðan hann kom til Manchester United í janúar.

Fernandes hefur átt þátt í þrettán mörkum síðan þá en í júní skoraði hann þrjú mörk fyrir United.

Nuno Espirito Santo, stjóri Wolves, var valinn stjóri mánaðarins en Úlfarnir unnu alla þrjá leiki sína í júní og héldu hreinu í þeim öllum.

Nuno var á undan Ole Gunnar Solskjaer (Man Utd), Frank Lampard (Chelsea) og Steve Bruce (Newcastle) í vali á stjóra mánaðarins.
Athugasemdir
banner
banner