Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 10. júlí 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Besti varnarmaður sænsku úrvalsdeildarinnar eftirsóttur
Anel Ahmedhodzic.
Anel Ahmedhodzic.
Mynd: Getty Images
Anel Ahmedhodzic, miðvörður Malmö í Svíþjóð, er eftirsóttur af félagsliðum á Ítalíu.

Goal fjallar um það að Atalanta og Napoli hafi sýnt honum áhuga. Það kemur einnig fram að félög í ensku úrvalsdeildinni séu á eftir honum.

Ahmedhodzic er 22 ára gamall og landsliðsmaður Bosníu. Hann er fæddur og uppalinn í Svíþjóð, og hefur staðið sig vel með Malmö. Á síðustu leiktíð var hann valinn besti varnarmaðurinn og besti ungi leikmaðurinn í sænsku úrvalsdeildinni.

Hann er tilbúinn að taka skrefið í sterkari deild og sterkara lið, og hefur vakið áhuga bæði frá Englandi og Ítalíu.

Malmö er að biðja um 8 milljónir evra fyrir leikmanninn.
Athugasemdir
banner
banner