Mainoo og Garnacho gætu verið seldir í sumar - Cunha hefur áhuga á að fara í stærra félag - Guardiola fúll út í Walker
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   mán 10. júlí 2023 22:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Möltu
Ólafur Ingi: Sönnuðum það að við eigum heima á svona móti
Icelandair
Ólafur Ingi Skúlason.
Ólafur Ingi Skúlason.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Fyrir leik hérna á Möltu.
Fyrir leik hérna á Möltu.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Strákarnir í U19 landsliðinu luku keppni á Evrópumótinu í kvöld.
Strákarnir í U19 landsliðinu luku keppni á Evrópumótinu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Það eru blendnar tilfinningar, þannig. Ég er ótrúlega stoltur af strákunum og þeirra framlagi. Við sönnuðum það að við eigum heima á svona móti," sagði Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U19 landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net í kvöld.

„Við erum nálægt því (að fara áfram). Noregsleikurinn var mjög jafn og ég er sannfærður um það að Norðmenn séu ekkert sterkari en við. Leikjauppröðunin spilaðist svolítið fyrir þá, en það þýðir ekkert að kvarta yfir því."

Lestu um leikinn: Ísland U19 0 -  0 Grikkland U19

Strákarnir gerðu markalaust jafntefli við Grikkland í lokaleik sínum á Evrópumótinu og rétt misstu af sæti í undanúrslitunum, rétt misstu af því að vera á meðal fjögurra bestu liða Evrópu í þessum aldursflokki.

„Við hefðum getað gert aðeins betur í dag, sérstaklega inn á síðasta þriðjung. Því miður náðum við ekki að knýja fram sigur, það hefði verið gaman að fara héðan með sigur. Fyrst og fremst er ég stoltur af strákunum, þetta er frábær reynsla fyrir þá. Takk fyrir mig," sagði Ólafur Ingi.

Mikill og þéttur múr
Það hefði ekki skipt máli fyrir íslenska liðið að taka sigur í þessum leik upp á niðurstöðuna í riðlinum að gera því Spánn og Noregur gerðu markalaust jafntefli í hinum leiknum, í leik þar sem bæði lið voru sátt með eitt stig.

Grikkir áttu ekki möguleika á því að fara áfram og voru ekki að spila upp á neitt nema stoltið, en þeir ákváðu að pakka í vörn og gerðu ekki neitt sóknarlega.

„Þetta er nákvæmlega það gríska lið sem ég átti von á í mótinu. Þeir fengu bara eitt mark á sig í milliriðlinum og svo lenda þeir í því að fá tíu mörk á sig í tveimur leikjum hérna, sem er mjög ólíkt því. Ég átti von á því að þeir myndu leggjast til baka, en kannski ekki alveg með þessu móti; þetta var mikill og þéttur múr. En við getum ekki kvartað yfir því, þetta var bara þeirra leikplan. Við hefðum mátt vera þolinmóðari og við vorum að flækja þetta. Við komum í ágætar fyrirgjafastöður þar sem vantar upp á þetta síðasta hjá okkur. Strákarnir læra af þessu, þetta hefur verið frábær skóli fyrir þá."

Hrós á félögin í landinu
Eins og Óli nefnir, þá vantaði aðeins þetta síðasta. Orri Steinn Óskarsson, sem var markahæstur allra í undankeppninin, var ekki með í þessu móti vegna meiðsla. Hugsaði þjálfarinn einhvern tímann um Orra Stein í þessum augnablikum?

„Nei, þetta var vitað fyrir mót. Við erum með leikmenn sem eiga að klára þetta. Við komumst í fínar stöður. Það vantaði bara herslumuninn og ég held að það sé ekkert bundið við einstaklinga," sagði Ólafur.

Framtíðin er björt í íslenskum fótbolta. „Ekki spurning. Það er hrós á félögin í landinu, þau eru að gera frábæra hluti. Þjálfarar yngri landsliða vilja að það haldi áfram, að þessir strákar fái tækifæri með meistaraflokkum og fái að spila á háu stigi. Við getum verið stolt af þessu og eigum að vera það. Núna heldur vinnan áfram. Við erum búin að fá smjörþefinn af þessu og við viljum meira," sagði þjálfarinn að lokum en viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner