Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
   mán 10. júlí 2023 22:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Möltu
Ólafur Ingi: Sönnuðum það að við eigum heima á svona móti
Icelandair
Ólafur Ingi Skúlason.
Ólafur Ingi Skúlason.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Fyrir leik hérna á Möltu.
Fyrir leik hérna á Möltu.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Strákarnir í U19 landsliðinu luku keppni á Evrópumótinu í kvöld.
Strákarnir í U19 landsliðinu luku keppni á Evrópumótinu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Það eru blendnar tilfinningar, þannig. Ég er ótrúlega stoltur af strákunum og þeirra framlagi. Við sönnuðum það að við eigum heima á svona móti," sagði Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U19 landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net í kvöld.

„Við erum nálægt því (að fara áfram). Noregsleikurinn var mjög jafn og ég er sannfærður um það að Norðmenn séu ekkert sterkari en við. Leikjauppröðunin spilaðist svolítið fyrir þá, en það þýðir ekkert að kvarta yfir því."

Lestu um leikinn: Ísland U19 0 -  0 Grikkland U19

Strákarnir gerðu markalaust jafntefli við Grikkland í lokaleik sínum á Evrópumótinu og rétt misstu af sæti í undanúrslitunum, rétt misstu af því að vera á meðal fjögurra bestu liða Evrópu í þessum aldursflokki.

„Við hefðum getað gert aðeins betur í dag, sérstaklega inn á síðasta þriðjung. Því miður náðum við ekki að knýja fram sigur, það hefði verið gaman að fara héðan með sigur. Fyrst og fremst er ég stoltur af strákunum, þetta er frábær reynsla fyrir þá. Takk fyrir mig," sagði Ólafur Ingi.

Mikill og þéttur múr
Það hefði ekki skipt máli fyrir íslenska liðið að taka sigur í þessum leik upp á niðurstöðuna í riðlinum að gera því Spánn og Noregur gerðu markalaust jafntefli í hinum leiknum, í leik þar sem bæði lið voru sátt með eitt stig.

Grikkir áttu ekki möguleika á því að fara áfram og voru ekki að spila upp á neitt nema stoltið, en þeir ákváðu að pakka í vörn og gerðu ekki neitt sóknarlega.

„Þetta er nákvæmlega það gríska lið sem ég átti von á í mótinu. Þeir fengu bara eitt mark á sig í milliriðlinum og svo lenda þeir í því að fá tíu mörk á sig í tveimur leikjum hérna, sem er mjög ólíkt því. Ég átti von á því að þeir myndu leggjast til baka, en kannski ekki alveg með þessu móti; þetta var mikill og þéttur múr. En við getum ekki kvartað yfir því, þetta var bara þeirra leikplan. Við hefðum mátt vera þolinmóðari og við vorum að flækja þetta. Við komum í ágætar fyrirgjafastöður þar sem vantar upp á þetta síðasta hjá okkur. Strákarnir læra af þessu, þetta hefur verið frábær skóli fyrir þá."

Hrós á félögin í landinu
Eins og Óli nefnir, þá vantaði aðeins þetta síðasta. Orri Steinn Óskarsson, sem var markahæstur allra í undankeppninin, var ekki með í þessu móti vegna meiðsla. Hugsaði þjálfarinn einhvern tímann um Orra Stein í þessum augnablikum?

„Nei, þetta var vitað fyrir mót. Við erum með leikmenn sem eiga að klára þetta. Við komumst í fínar stöður. Það vantaði bara herslumuninn og ég held að það sé ekkert bundið við einstaklinga," sagði Ólafur.

Framtíðin er björt í íslenskum fótbolta. „Ekki spurning. Það er hrós á félögin í landinu, þau eru að gera frábæra hluti. Þjálfarar yngri landsliða vilja að það haldi áfram, að þessir strákar fái tækifæri með meistaraflokkum og fái að spila á háu stigi. Við getum verið stolt af þessu og eigum að vera það. Núna heldur vinnan áfram. Við erum búin að fá smjörþefinn af þessu og við viljum meira," sagði þjálfarinn að lokum en viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner