Tveir miðverðir orðaðir við Liverpool - Graham Potter næsti landsliðsþjálfari Englands? - Arsenal líklegast til að fá Merino - Man City vill fá...
banner
   mið 10. júlí 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Lazio heldur enn í vonina um að fá Greenwood
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið Lazio heldur enn í vonina um að geta landað Mason Greenwood frá Manchester United. Þetta segir ítalski blaðamaðurinn GIanluca Di Marzio.

Marseille í Frakklandi hefur náð samkomulagi við Manchester United um kaup á Greenwood og er Englendingurinn að ganga frá samningum um kaup og kjör.

Þau félagaskipti eru hins vegar í hættu vegna bakslags frá stuðningsmönnum. Þeir hafa engan áhuga á að fá Greenwood vegna fortíðar hans og hafa þeir kallað eftir því að Marseille hætti við kaupin.

Samkvæmt Di Marzio er Lazio enn í baráttunni en dagurinn í dag verður afar mikilvægur.

Greenwood hefur ekki náð 100 prósent samkomulagi við Marseille og heldur því Lazio í vonina um að geta sannfært hann um að koma til Rómar.
Athugasemdir
banner
banner