Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   fim 10. júlí 2025 21:24
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Myndi alltaf hafa sjálfan mig áfram"
EM KVK 2025
Mynd: EPA
Ísland lauk leik á EM kvenna í kvöld þegar liðið tapaði 4-3 gegn Noregi. Ísland tapaðii öllum þremur leikjum liðsins.


Lestu um leikinn: Noregur 4 -  3 Ísland

„Köflóttur leikur, við vorum í basli á köflum en gáfumst aldrei upp. Þær hlupu og djöfluðust og allt það en þetta var köflótt hjá okkur,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, við Rúv eftir leikinn

„Auðvitað erum við ekki sátt við úrslitin og að hafa ekki komist áfram og allt það. Það var markmiðið sem við settum okkur. Við og ég þurfum að skoða hvernig við getum gert hlutina betur.“

Það hefur verið mikið rætt og ritað um framtíð Steina með landsliðinu. Hann var í kvöld spurður út í framtíðina.

„Mig langar að halda áfram með liðið, það er engin spurning en auðvitað þarf ég að setjast niður sjálfur líka og fara yfir hlutina með sjálfum mér og hvort að ég sé að gera nógu vel.“

„Ég myndi nátturulega alltaf hafa sjálfan mig áfram.“
Athugasemdir
banner
banner