Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 10. ágúst 2020 18:44
Brynjar Ingi Erluson
Mancini: Pirlo heppinn að byrja á toppnum
Roberto Mancini
Roberto Mancini
Mynd: Getty Images
Roberto Mancini, þjálfari ítalska landsliðsins, segir að Andrea Pirlo sé heppinn að fá að byrja þjálfaraferilinn á toppnum en hann tók við Juventus á laugardag.

Maurizio Sarri var látinn taka poka sinn á laugardag eftir að Juventus mistókst að komast í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar.

Pirlo tók við U23 ára liði Juventus í lok síðasta mánaðar en var fljótur að fá stöðuhækkun og er nú þjálfari aðalliðsins.

„Ég bjóst ekki við því að Juventus myndi detta út úr Meistaradeildinni. Ég var viss um að liðið færi áfram í 8-liða úrslitin," sagði Mancini við Gazzetta dello Sport.

„Þetta hefur verið hræðilegt, ófyrirsjáanlegt og erfitt ár og sérstaklega fyrir liðin sem hafa þurft að breyta til, eins og Juventus. Sarri náði ekki að festa leikstíl sinn við liðið."

„Pirlo er heppinn. Hann byrjar á toppnum með besta liðið. Ég byrjaði ekki á beint á botninum en fyrsta starf mitt var með Fiorentina, ekki Juventus."

„Öllu gríni slepptu, ef ég væri að leita að þjálfara þá hefði ég skoðað Andrea. Hann er með ótrúlega þekkingu á fótbolta eins og Daniele De Rossi. Ég hefði viljað vinna með honum."

„Alltaf er eitthvað fyrst. Andrea kemur með aðra vídd inn í þetta og við munum fylgja honum. Ég óska honum góðs gengis,"
sagði Mancini í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner