Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 10. ágúst 2022 17:08
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið KA og Ægis: Arnar Grétars stýrir heimamönnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

8 liða úrslit Mjólkurbikarsins hefjast í kvöld með leik KA og Ægis á Akureyri. Arnar Grétarsson þjálfari KA fékk fimm leikja bann í gær en bannið gildir ekki í bikarnum svo hann stýrir liðinu í kvöld.


Lestu um leikinn: KA 3 -  0 Ægir

Ægir vann sterkan sigur á Fylki í síðustu umferð og KA vann Fram 4-1.

KA mætir með sterkt lið í leikinn. Markamaskínan Nökkvi Þeyr Þórisson byrjar, Andri Fannar Stefánsson fær tækifæri í byrjunarliðinu. Þá eru menn á borð við Dusan Brkovic, Hrannar Björn Steingrímsson og Rodri sem eru á bekknum í kvöld.

Þess má til gamans geta að Renato Punyed, yngri bróðir Pablo Punyed er í byrjunarliði Ægis.


Byrjunarlið KA:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
5. Ívar Örn Árnason
7. Daníel Hafsteinsson
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
14. Andri Fannar Stefánsson
21. Nökkvi Þeyr Þórisson
26. Bryan Van Den Bogaert
27. Þorri Mar Þórisson
28. Gaber Dobrovoljc
30. Sveinn Margeir Hauksson

Byrjunarlið Ægir:
0. Stefán Blær Jóhannsson
0. Djordje Panic
7. Milos Djordjevic
8. Renato Punyed Dubon
11. Stefan Dabetic
13. Dimitrije Cokic
17. Þorkell Þráinsson (f)
23. Ágúst Karel Magnússon
27. Brynjólfur Þór Eyþórsson
28. Bjarki Rúnar Jónínuson
31. Arnar Páll Matthíasson
Athugasemdir
banner
banner