Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 10. ágúst 2022 12:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
KA ætlar að áfrýja dómnum - Sævar hringdi í Svein
Arnar Grétarsson
Arnar Grétarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sævar Pétursson
Sævar Pétursson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA ætlar að áfrýja niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar sem úrskurðaði í gær Arnar Grétarsson, þjálfara meistaraflokks karla hjá KA, í fimm leikja bann. Þetta staðfesti Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, í samtali við Fótbolta.net rétt í þessu.

„KA mun áfrýja þessu máli og það mun bara fara í sinn farveg. Á meðan það er í þeim farvegi viljum við lítið tjá okkur um málið annað en það að við erum ósátt og munum áfrýja þessu. Það borgar sig að segja sem minnst á meðan. Við tókum okkur morguninn í að lesa dóminn og ætlum að áfrýja honum," sagði Sævar.

Arnar fær tvo leiki í bann þar sem hann fékk sína aðra brottvísun í sumar undir lok leiks KA og KR fyrir viku síðan. Aukaleikirnir þrír eru vegna framkomu Arnars eftir brottvísunina og eftir leik. Arnar fór ófögrum orðum um Svein Arnarsson í viðtali eftir leik en Sveinn var varadómari á leiknum. Þá hittust þeir Arnar og Sveinn daginn eftir leik og þá var reiðin ekki runninn af Arnari.

Það hafði heyrst af því að eftir að Arnar og Sveinn hittust daginn eftir leik að Sævar hefði heyrt í Sveini. Sævar staðfesti að hann hefði gert það.

„Já, ég get staðfest það. Ég hringdi í hann en það sem okkur fór á milli fór okkar á milli."

„Það er eiginlega ekkert við þetta að bæta fyrr en málið er búið að fara sinn hring í kerfinu."


Er KA sem félag ósátt við hegðun Arnars? „Ég ætla ekki að tjá mig um málið fyrr áfrýjunardómstóll er búinn að taka það fyrir því að allt sem við segjum getur verið mistúlkað í dómnum."

Sævar staðfesti þá að Arnar verði á hliðarlínunni þegar KA mætir Ægi í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. Bannið gildir ekki í bikarkeppni heldur einungis í Íslandsmótinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner