Trent til Real - Hvað gerir Salah? - Williams til Arsenal - Wharton til City og Quenda tl United
Ekki stoppistöð Víkinga - „Ætlum að skrifa söguna ennþá meira"
Sölvi: Hjartað sem þeir sýndu allan leikinn og slökktu aldrei á sér
Matti Villa: Þurfum að kalla hann 'scoring machine' og hann mun elska það
Davíð Atla um fyrsta Evrópumarkið: Fáránlegt þegar ég heyri þig segja þetta
Sverrir Ingi: Vissi þetta fyrirfram því ég þekki íslensku geðveikina og hugarfarið
Helgi Guðjóns eftir sögulegan sigur: Ætlaði ekki að trúa þessu
Sjáðu myndbandið sem Víkingar horfðu á í klefanum
Ekki alveg partur af handriti Hauks - „Töldum þetta best fyrir minn feril"
Formaðurinn spenntur: Risastór stund í íslenskum íþróttum
Björn Bjartmarz bjartsýnn: Besta ráðning félagsins
Danijel Djuric: Hann er með öðruvísi DNA
Sölvi daginn fyrir leikinn stóra: Þurfum á hlaupurum að halda
Anton Logi: Ég vildi bara fara burt og koma heim
Ari segir Víking ráða: Ég er ekkert ódýr
„Þetta er það eina sem við höfum hugsað um“
„Innst inni held ég að allir hafi skilning fyrir þessu“
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
   mið 10. ágúst 2022 20:10
Ívan Guðjón Baldursson
Láki: Dómarinn gerir stór mistök - Aldrei rautt spjald
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þorlákur Már Árnason var að vonum svekktum eftir tapleik Þórs á Selfossi en þó stoltur af sínum mönnum sem voru leikmanni færri í tæpa klukkustund. Hann telur rauða spjaldið sem Erlendur Eiríksson dómari gaf í leiknum ekki hafa átt rétt á sér.


Lestu um leikinn: Selfoss 2 -  1 Þór

Selfoss var betra liðið í svo mikið sem tíu mínútur eftir rauða spjaldið en þegar seinni hálfleikur var flautaður á ríkti aftur jafnræði á vellinum. Selfoss stóð að lokum uppi sem sigurvegari eftir að Gary Martin skoraði með viðstöðulausu skoti eftir útspark frá markmanni.

„Ég er bara stoltur af liðinu, við spiluðum vel og vorum ekki síðri aðilinn þrátt fyrir að vera einum færri. Ég er svekktur en mjög stoltur af strákunum. Við vorum með mikla yfirburði í byrjun leiks og áttum að klára þetta þá. Við misnotuðum alltof mörg færi, við erum að misnota algjör dauðafæri," sagði Þorlákur Már, eða Láki, að leikslokum.

Hermann Helgi Rúnarsson var rekinn af velli með beint rautt spjald á 36. mínútu fyrir að brjóta af sér sem aftasti varnarmaður en hann var sárasaklaus því liðsfélagi hans Orri Sigurjónsson var sá sem framdi brotið. Erlendur Eiríksson dómari rak því rangan mann af velli en Láki segir að dómurinn hafi verið rangur til að byrja með, sama hver fékk spjaldið.

„Ég veit ekki hvað það var," svaraði Láki með spjaldaruglinginn og hélt svo áfram „en Tokic var að fara frá markinu þannig þetta er aldrei rautt spjald. Þetta er ákvörðun sem dómari þarf að taka á einhverjum sekúndubrotum þegar hann hafði ekki einu sinni hugmynd um hver hafði brotið af sér. Hefði hann verið sloppinn í gegn þá væri þetta klárt rautt en hann er að tékka til baka og lendir á miðjumanni. Dómarinn gerir stór mistök þarna en það var bara áskorun fyrir okkur að spila manni færri í fyrsta skipti í sumar og ég er þvílíkt ánægður með hvernig strákarnir leystu það."

Þessi leikur minnti Láka á fyrri leikinn gegn Selfossi þar sem hann taldi Gary Martin vera heppinn að hanga á vellinum allan tímann.

„Þetta fær mig til að hugsa um fyrri leikinn gegn Selfossi þegar Gary Martin átti að fá rautt spjald í fyrri hálfleik og í seinni hálfleik en svo endum við með rautt spjald hérna á móti þeim. En það er bara áfram veginn og leikur aftur á sunnudaginn."


Athugasemdir
banner
banner
banner