Eins og við sögðum frá fyrr í kvöld gerði Erlendur Eiríksson dómari leiks Selfoss og Þórs afdrifarík mistök í kvöld þegar hann rak rangan mann af velli.
Lestu um leikinn: Selfoss 2 - 1 Þór
Orri Sigurjónsson braut á Hrvoje Tokic framherja Selfoss en á óskiljanlegan hátt ákvað Erlendur að reka Hermann Helga Rúnarsson af velli.
Guðmundur Karl Sigurdórsson frá Sunnlenska.is var á leiknum og náði myndum af atburðarrásinni sem má sjá hér að neðan.
Sjá einnig:
- Rak rangan Þórsara af velli sem mótmælti í þrjár mínútur
- Láki: Dómarinn gerir stór mistök - Aldrei rautt spjald
Hrvoje Tokic sloppinn innfyrir á harðahlaupum með Orra Sigurjónsson og Birgi Ómar Hlynsson á hælunum.
Orri brýtur á Tokic við vítateigslínuna og Birgir Ómar fylgist með. Hermann Helgi er hvergi sjáanlegur.
Guðmundur Tyrfingsson og Hermann Helgi Rúnarsson reyna að útskýra fyrir Erlendi Eiríkssyni að rangur maður hafi verið spjaldaður. Orri gengur í burtu í bakgrunni.
Hermann Helgi gengur hlæjandi af velli enda Erlendur búinn að mála sig út í horn og ákvörðuninni ekki snúið.
Athugasemdir