Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   fim 10. ágúst 2023 20:54
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópudeildin: Breiðablik fékk sex mörk á sig í Bosníu
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Zrinjski Mostar 6 - 2 Breiðablik
1-0 Tomislav Kis ('2)
2-0 Matija Malekinusic ('21)
3-0 Tomislav Kis ('30)
4-0 Nemanja Bilbija ('32)
5-0 Matija Malekinusic ('41)
6-0 Antonio Ivancic ('55)
6-1 Anton Logi Lúðvíksson ('63)
6-2 Gísli Eyjólfsson ('74)
Rautt spjald: Viktor Karl Einarsson, Breiðablik ('31)


Lestu um leikinn: Zrinjski Mostar 6 -  2 Breiðablik

Breiðablik heimsótti Zrinjski Mostar til Bosníu í kvöld og átti gjörsamlega afleitan fyrri hálfleik.

Heimamenn í Zrinjski voru komnir með fimm marka forystu fyrir leikhlé og voru Blikar orðnir leikmanni færri eftir að Viktor Karl Einarsson nældi sér í tvö gul spjöld.

Heimamenn voru talsvert sterkari heldur en Blikar í fyrri hálfleik og var mikið um mistök í öftustu varnarlínu gestanna sem ferðuðust alla leið frá Kópavogi til að vera teknir í kennslustund. 

Kópavogsstrákarnir eru þó snöggir að læra þar sem þeir mættu grimmir út í seinni hálfleikinn þrátt fyrir að vera leikmanni færri. Antonio Ivancic byrjaði þó á að skora sjötta mark heimamanna áður en tíu Blikar minnkuðu muninn með mörkum frá Antoni Loga Lúðvíkssyni og Gísla Eyjólfssyni.

Blikum tókst ekki að minnka muninn frekar og urðu lokatölur 6-2 í Bosníu. Blikar þurfa því stórsigur á heimavelli til að eiga möguleika á að komast áfram í næstu umferð í forkeppni fyrir Evrópudeildina. Sigurvegari viðureignarinnar mætir LASK Linz frá Austurríki í næstu umferð.


Athugasemdir
banner
banner
banner