Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
Nær martröðin að breytast í draum? - „98% af liðinu hefur gert þetta áður"
Arnar: Okkur hefur gengið vel að viðhalda hungrinu
Daði: Ólýsanleg tilfinning
Rúnar: Ekki það skemmtilegasta í heimi að tapa 6-0
Óskar Hrafn: Eins og klippt út úr Klaufabárðunum
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
Rúnar Kristins: Ekki víti, 100%
„Kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki í topp sex“
Rúnar Már: Náði loksins að æfa í tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli
Heimir: Þarf ekki að vera að berja niður klefa
Óli Valur: Bullandi séns á Evrópu
Deano: Við erum mjög stolt af þessu
Haddi: Við áttum alls ekki skilið að tapa
Haraldur Freyr: Ef við hefðum breytt einu jafntefli í sigur að þá hefðum við unnið deildina
Úlfur: Stráir salti í sárin
Oliver Heiðars: Ég ætlaði mér að verða markahæstur
banner
   lau 10. ágúst 2024 19:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Jóhann Kristinn: Hafði leiðinlega mikil áhrif á okkur
Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA.
Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta eru vonbrigði, það er vont að tapa," sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, eftir 4-2 tap gegn Breiðabliki í Bestu deild kvenna í kvöld.

„Mér fannst okkar stelpur gera margt mjög vel í þessum leik. Það er svekkjandi að vera að koma í annan útileikinn í röð, skora fimm mörk og fá bara eitt stig úr þeim leikjum. Það er svekkjandi."

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  2 Þór/KA

Þór/KA gerði 3-3 jafntefli við Tindastól í síðasta leik. „Það er nokkuð augljóst hvað er að fara illa með okkur. Breiðablik hafði ekki fengið á sig mörg mörk í deildinni fyrir þennan leik. Hér gerum við tvö en fáum ekkert. Við verðum að herða okkur í því að díla við nokkur atriði leiksins til að fá stig fyrir frammistöðuna okkar."

„Mér fannst við gera margt mjög vel en það er auðvitað líka margt sem þarf að laga. Ég held að þeim hafi ekki liðið rosa vel fyrr en þetta draumamark kemur (þriðja markið). Það rotaði okkur meira en við eigum að leyfa að gerast. Blikaliðið er sigurstranglegt í þessu móti því þær hafa heldur betur breiddina og leikmannahópinn í þetta. Þær eru að gera vel í því sem þær eru að gera."

Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir skoraði sannkallað draumamark til að koma Breiðabliki í 3-2 eftir að Þór/KA hafði jafnað tvisvar.

„Þetta var högg. Þetta hafði leiðinlega mikil áhrif á okkur, rotaði okkur aðeins of mikið."

Þór/KA er í þriðja sæti en það er langt í liðin fyrir ofan. Þriðja sætið gefur ekki neitt þannig séð en Þór/KA ætlar sér að halda í það.

„Við ætlum bara að spila þetta á þeim stelpum sem við hófum mótið með. Við gerum eins vel og við getum og ætlum að enda eins ofarlega og við tölfræðilega getum. Í leiðinni erum við að búa í haginn fyrir næsta lið Þórs/KA sem tekur þátt á næsta ári. Vonandi getum við haft kveikt á öllum perum áfram. Þriðja sætið gefur ekki neitt en það væri betri árangur en í fyrra," sagði þjálfari Þórs/KA.
Athugasemdir
banner
banner
banner