Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   lau 10. ágúst 2024 19:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Jóhann Kristinn: Hafði leiðinlega mikil áhrif á okkur
Kvenaboltinn
Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA.
Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta eru vonbrigði, það er vont að tapa," sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, eftir 4-2 tap gegn Breiðabliki í Bestu deild kvenna í kvöld.

„Mér fannst okkar stelpur gera margt mjög vel í þessum leik. Það er svekkjandi að vera að koma í annan útileikinn í röð, skora fimm mörk og fá bara eitt stig úr þeim leikjum. Það er svekkjandi."

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  2 Þór/KA

Þór/KA gerði 3-3 jafntefli við Tindastól í síðasta leik. „Það er nokkuð augljóst hvað er að fara illa með okkur. Breiðablik hafði ekki fengið á sig mörg mörk í deildinni fyrir þennan leik. Hér gerum við tvö en fáum ekkert. Við verðum að herða okkur í því að díla við nokkur atriði leiksins til að fá stig fyrir frammistöðuna okkar."

„Mér fannst við gera margt mjög vel en það er auðvitað líka margt sem þarf að laga. Ég held að þeim hafi ekki liðið rosa vel fyrr en þetta draumamark kemur (þriðja markið). Það rotaði okkur meira en við eigum að leyfa að gerast. Blikaliðið er sigurstranglegt í þessu móti því þær hafa heldur betur breiddina og leikmannahópinn í þetta. Þær eru að gera vel í því sem þær eru að gera."

Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir skoraði sannkallað draumamark til að koma Breiðabliki í 3-2 eftir að Þór/KA hafði jafnað tvisvar.

„Þetta var högg. Þetta hafði leiðinlega mikil áhrif á okkur, rotaði okkur aðeins of mikið."

Þór/KA er í þriðja sæti en það er langt í liðin fyrir ofan. Þriðja sætið gefur ekki neitt þannig séð en Þór/KA ætlar sér að halda í það.

„Við ætlum bara að spila þetta á þeim stelpum sem við hófum mótið með. Við gerum eins vel og við getum og ætlum að enda eins ofarlega og við tölfræðilega getum. Í leiðinni erum við að búa í haginn fyrir næsta lið Þórs/KA sem tekur þátt á næsta ári. Vonandi getum við haft kveikt á öllum perum áfram. Þriðja sætið gefur ekki neitt en það væri betri árangur en í fyrra," sagði þjálfari Þórs/KA.
Athugasemdir
banner
banner