Tottenham í bílstjórasætinu um Akanji - Chelsea undirbýr tilboð - Verður Rogers arftaki Elliott hjá Liverpool?
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
Venni: Þetta var karaktersigur
Sjáðu vítadóminn í Kórnum: „Vil helst ekki segja neitt um þetta“
Gunnar Már: Ég er hundsvekktur
Fylkir fékk umdeilda vítaspyrnu: „Ég held að við höfum alveg átt þetta inni“
„Veit ekki hversu marga maður hefur hitt sem hafa spurt hvort það sé eitthvað panic"
Gústi Gylfa: Vantaði bara hugrekki í okkur
Stórir póstar á leið í U19 verkefni á óheppilegum tíma - „Það koma bara aðrir menn inn og þeir fá tækifærið"
Haraldur Freyr: Við vorum bara litlir í okkur
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
   sun 10. ágúst 2025 22:12
Kári Snorrason
Túfa: Þegar þú hleypur maraþon þá gefuru í undir lokin
Srdjan Tufegdzic, Túfa.
Srdjan Tufegdzic, Túfa.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur fékk Breiðablik í heimsókn á Hlíðarenda fyrr í kvöld í toppslag Bestu-deildarinnar. Blikar komust yfir snemma leiks, en Valsmenn sneru taflinu við í síðari hálfleik og unnu 2-1 sigur. Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals mætti í viðtal að leik loknum.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  1 Breiðablik

„Það er mjög sterkt að vera 1-0 undir á móti Breiðablik og spila ekki góðan fyrri hálfleik. Breiðablik voru miklu betri í fyrri hálfleik, við vorum svolítið heppnir að fara inn í hálfleik 1-0. Við tókum svolítið til í hálfleik bæði fótboltalega séð og í hausnum."

„Í lokin var karakter, stuðningur úr stúkunni sem hljóp lífi í okkur og innkoma varamanna sem gefur okkur aukinn kraft og hjálpar okkur að vinna leikinn á endanum."


Valur er nú með fimm stiga forystu á toppi deildarinnar.

„Það breytir ekki okkar nálgun á því hve fast við stöndum í lappirnar, hvernig við æfum og hvernig við leggjum á okkur vinnu. Það hefur aldrei breyst hjá okkur hvorki í byrjun tímabils og við vorum ekki jafn glaðir og undanfarnar vikur og mánuði."

„Þetta er lokaspretturinn í maraþoni, sem við erum búnir að vera í. Eins og ég segi alltaf við strákana þegar þú hleypur maraþon þá gefuru í undir lokin."


Viðtalið við Túfa má sjá í heild sinni í spilaranum fyrir ofan.

Athugasemdir