„Mér líður vel. Þetta var mjög sætur sigur og svona með þeim sætari í sumar fannst mér." sagði Guðmundur Kristjánsson fyrirliði Stjörnunnar eftir sigurinn á Víking í kvöld.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 - 4 Stjarnan
„Þetta var svona, við þurftum að suffera og fara í einhverja skítavinnu og vorum að reyna læra af Arnari Gunnlaugssyni (fyrrum þjálfara Víkings) að stundum þarf maður að suffera og mér fannst við gera það og uppskerum þrjú stig og þetta gerist ekki ljúfara og þetta eru skemmtilegustu sigrarnir finnst mér."
„Ég er sammála að þeir byrjuðu leikinn betur en mér fannst við leysa það, við fórum í aðeins grimmari maður á mann að einvherju leiti. Þeir voru mikið með boltann og allt það en mér fannst við samt í ágætismálum þannig séð."
Viðtalið í heild sinni við Gumma Kri má sjá í sjónvarpinu hér að ofan