þri 10. september 2019 20:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Elbasan, Albanía
Einkunnagjöf Íslands: Rúnar og Gylfi skástir
Icelandair
Rúnar átti góðan leik.
Rúnar átti góðan leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson var með hæstu mönnum
Gylfi Þór Sigurðsson var með hæstu mönnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland laut í lægra haldi gegn Albaníu í undankeppni EM 2020 í kvöld. Lokatölur 4-2 og frammistaða landsliðsins oft verið mikið betri.

Hér að neðan má sjá einkunnagjöf leiksins.

Hannes Þór Halldórsson 6
Lítið sem ekkert við hann að sakast í mörkunum.

Hjörtur Hermannsson 3
Tapaði skallaeinvíginu í fyrsta marki Albaníu og var í vandræðum í öðru marki Albana. Hann var heilt yfir í miklum vandræðum. Hefur verið flottur að undanförnu, en þetta var því miður ekki nægilega gott.

Kári Árnason 5
Að fá á sig fjögur mörk er ekki nægilega gott. Kári og Raggi eru leiðtogar varnarinnar og þeir hafa oft átt betri daga.

Ragnar Sigurðsson 5
Hann og Kári hafa oft átt betri daga.

Ari Freyr Skúlason 5
Reyndi margar sendingar upp vinstri vænginn - sumar heppnuðust og sumar ekki. Var eins og margir aðrir leikmenn liðsins, ekki að spila sinn besta leik.

Rúnar Már Sigurjónsson 7 - Bestur hjá Íslandi
Flottur í þessum leik. Vann vel fyrir liðið og átti stoðsendinguna í fyrra markinu. Hann átti einnig mjög stóran þátt í öðru markinu.

Aron Einar Gunnarsson 6
Ekki besti leikur hans og líklega ekki hans versti heldur.

Emil Hallfreðsson 5
Náði ekki að komast í mikinn takt í leikinn í þann tíma sem hann spilaði.

Birkir Bjarnason 5
Sama og með Emil. Var ekki í miklum takt í þann tíma sem hann spilaði.

Gylfi Þór Sigurðsson 7
Helsta sóknarógn Íslendinga í leiknum og skoraði gott mark. Var öflugur að koma sér í færi. Hann átti að skora meira en eitt og fékk hann til dæmis mjög gott færi í fyrri hálfleik til þess.

Jón Daði Böðvarsson 6
Hljóp mikið eins og hann er vanur að gera. Skilaði sínu nokkuð vel.

Varamenn:

Kolbeinn Sigþórsson ('55) 7
Kom inn á og skoraði með sinni fyrstu snertingu. Gleðiefni að Kolbeinn sé farinn að skora aftur.

Hörður Björgvin Magnússon ('71)
Spilaði ekki nóg til að fá einkunn.

Viðar Örn Kjartansson ('85)
Spilaði ekki nóg til að fá einkunn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner