Harry Kane, sóknarmaður Tottenham og enska landsliðsins, hefur unnið einstaklingverðlaun en á eftir að lyfta bikurum með liðum sínum. Kane, sem er 27 ára, telur að það sé góður möguleiki á að það breytist á næstu árum.
„Það er strembið tímabil framundan en við eigum nokkra góða möguleika á að vinna bikara og svo eru EM og HM á næsta leyti hjá enska landsliðinu," segir Kane.
„Það er strembið tímabil framundan en við eigum nokkra góða möguleika á að vinna bikara og svo eru EM og HM á næsta leyti hjá enska landsliðinu," segir Kane.
„Ég er persónulega á mínum hápunkti, 27 ára og mér líður vel og er ferskur. Ég er spenntur. Í mínum huga snýst næsta skref hjá mér sem leikmaður um að vinna bikara. Það er frábært að vinna gullskó fyrir markaskorun en engin tilfinning væri betri en sú að lyfta bikar með liðsfélögunum."
„Mér finnst ég eiga mikið inni á tanknum og geti bætt mig enn frekar. Ég er þannig persóna að ég trúi því alltaf að ég geti orðið betri."
Athugasemdir