Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 10. september 2020 15:15
Magnús Már Einarsson
Skammar liðsfélaga sem leita að nafninu sínu á Twitter og Instagram
Mynd: Getty Images
Markvörðurinn reyndi Ben Foster er klár í slaginn með Watford í Championship deildinni eftir fall úr ensku úrvalsdeildinni.

Ýmislegt hefur breyst síðan hinn 37 ára gamli Foster byrjaði að spila í meistaraflokki en hann er ekki hrifinn af því hversu mikið yngri liðsfélagar hans nota samfélagsmiðla.

„Það fyrsta sem þeir gera eftir leiki er að fara á Twitter eða Instagram og leita að nafninu sínu til að sjá hvað fólk er að segja um þá," sagði Foster.

„Ég segi við þá: "come on strákar, þið hittið þetta fólk örugglega aldrei aftur í lífinu en þið látið það sem þau segja komast í hausinn á ykkur. Ef þið lesið nægilega mikið af þessum neikvæðu ummælum þá mun það fara í hausinn á þér."

„Á hinn bóginn, ef þau segja að þú sért ótrúlegur og segja flotta hluti um þig, ekki taka neitt mark á því."

Athugasemdir
banner
banner