fim 10. september 2020 07:00
Victor Pálsson
Yngsti leikmaður í sögu Frakklands síðan 1914
Mynd: Getty Images
Eduardo Camavinga, leikmaður Rennes í Frakklandi, varð á þriðjudag sá yngsti síðan 1914 til að leika fyrir franska landsliðið.

Camavinga er gríðarlega efnilegur leikmaður en hann kom við sögu er Frakkland vann Króatíu 4-2 í Þjóðadeildinni.

Camavinga er 17 ára og 303 daga gamall en hann leysti N'Golo Kante af hólmi á miðju liðsins í sigrinum.

Leikmaðurinn varð um leið sá yngsti til að spila fyrir A-landslið Frakklands síðan Maurice Gastiger spilaði árið 1914.

Gastiger var 17 ára og 128 daga gamall er hann tók þátt. Hann spilaði tvo leiki til viðbótar og skoraði eitt mark.

Líkt og Gastiger þá leikur Camavinga með Rennes og á að baki 45 leiki fyrir aðallið félagsins.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner