Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
banner
   lau 10. september 2022 16:38
Jón Már Ferro
Bestur 2022: Ég veit ekki hvaða vitleysingar eru að velja
Ásgeir Eyþórsson (Fylkir)
Lengjudeildin
Mynd: Raggi Óla

„Þetta er búið að vera helvíti gaman núna sérstaklega seinni hlutann af þessu. Náttúrulega gengið mjög vel hjá okkur. Núna er bara fagnað eftir hvern leik. Tryggðum okkur upp og núna er geggjað að fá bikarinn. Aðeins búnir að svara fyrir ruglið sem var á okkur í fyrra," sagði Ásgeir Eyþórsson, einn af fyrirliðum Fylkis eftir 4-0 sigur á Þrótti Vogum. Með sigrinum varð Fylkir Lengjudeildarmeistari.


Lestu um leikinn: Fylkir 4 -  0 Þróttur V.

„Við lentum í smá vandræðum um mitt mót, vorum að eiga aðeins erfið úrslit en við héldum haus. Við erum náttúrlulega með drullu gott lið, fullt af strákum sem eru búnir að stíga upp." 

Fyrr í dag var opinberað að Ásgeir var valinn leikmaður ársins í Lengjudeildinni.

„Ég veit ekki hvaða vitleysingar eru að velja það," sagði Ásgeir brosandi. „Nei þetta er bara búið að vera þannig að ég sé nú ekkert búinn að vera betri en aðrir leikmenn í þessu liði."

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner