Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 10. september 2022 19:06
Brynjar Ingi Erluson
Danmörk: Aron Elís hafði betur gegn Íslendingunum í FCK
Aron Elís Þrándarson
Aron Elís Þrándarson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Elís Þrándarson og hans menn í OB unnu 2-1 sigur á FCK í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. FCK hefur tapað fimm af fyrstu níu leikjum sínum í deildinni.

Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði FCK í kvöld. FCK komst yfir á 22. mínútu þökk sér sjálfsmarki frá heimamönnum en OB jafnaði undir lok fyrri hálfleiksins og staðan því jöfn er flautað var til loka fyrri hálfleiks.

Hákon Arnar fór af velli á 76. mínútu og þá kom Orri Steinn Óskarsson inná átta mínútum síðar í fyrsta deildarleik sínum á tímabilinu.

Á 84. mínútu gerði OB sigurmarkið í leiknum og var Aron Elís sendur inn tveimur mínútum síðar til að hjálpa við að loka leiknum, sem og hann gerði.

OB er í 8. sæti með 10 stig en FCK í 6. sæti með 12 stig, sjö stigum á eftir toppliði Nordsjælland. Ísak Bergmann Jóhannesson sat allan tímann á varamannabekk FCK.
Athugasemdir
banner
banner
banner