Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
   þri 10. september 2024 20:05
Sölvi Haraldsson
Ólafur Ingi: Barnalegir á vissum mómentum
Icelandair
Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landsliðsins.
Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Við vorum undir pari í dag. Fyrri hálfleikurinn var fínn að mörgu leyti. Við spiluðum býsna vel í fyrri hálfleik og héldum þeim frá markinu okkar. Svo ætluðum við að stíga upp og pressa þá með vindinn í bakið. En við fáum á okkur mark fljótlega, það gefur þeim orku og við förum að leita í lokasendingar of snemma.“ sagði Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landsliðsins, sem tapaði 2-1 gegn Wales í dag.


Lestu um leikinn: Ísland U21 1 -  2 Wales U21

Ólafur segir varnarleikurinn hafa verið barnalegur á nokkrum köflum þegar hann var spurður út í hann.

Mér fannst við vera barnalegir í vissum mómentum þar sem við erum að tapa boltanum á hættulegum stöðum. Eitthvað sem maður getur ekki leyft sér á þessu leveli og okkur var refsað.“

Ólafur talaði mikið um það fyrir leik að hann ætti von á físískum leik gegn Wales og að liðið þyrfti að vera tilbúið í baráttuna, hvernig fannst honum liðið standa sig í því í dag?

Mér fannst við jafna Þá í því, strákarnir gáfu allt í það. Það var ekki það sem gerði útslagið, það voru ákvarðanatökur sem máttu vera betri.“

Möguleikarnir eru ekki miklir í riðlinum en Ólafur er brattur og segir að þeir séu þó alveg til staðar.

Þeir eru ennþá til staðar, við þurfum núna að setjast niður og kryfja þennan glugga, við þjálfarateymið. Við þurfum að plana fyrir Litháen heima í október, það er leikur sem við verðum að vinna. Við þurfum að vinna þann leik og sækja eitthvað til Danmerkur, það er nokkuð ljóst.

Hvernig metur Ólafur þennan glugga í heild sinni?

Góður að mörgu leyti en hann endaði ekki alveg nógu vel hjá okkur. Eins og ég sé þetta hefði maður viljað fara út úr þessu með 4 stig að minnsta kosti, ef ekki 6. En við lifum og erum bara áfram brattir.“ sagði Ólafur Ingi Skúlason að lokum

Viðtalið við Ólaf Inga má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner