Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
Arnar: Okkur hefur gengið vel að viðhalda hungrinu
Daði: Ólýsanleg tilfinning
Rúnar: Ekki það skemmtilegasta í heimi að tapa 6-0
Óskar Hrafn: Eins og klippt út úr Klaufabárðunum
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
Rúnar Kristins: Ekki víti, 100%
„Kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki í topp sex“
Rúnar Már: Náði loksins að æfa í tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli
Heimir: Þarf ekki að vera að berja niður klefa
Óli Valur: Bullandi séns á Evrópu
Deano: Við erum mjög stolt af þessu
Haddi: Við áttum alls ekki skilið að tapa
Haraldur Freyr: Ef við hefðum breytt einu jafntefli í sigur að þá hefðum við unnið deildina
Úlfur: Stráir salti í sárin
Oliver Heiðars: Ég ætlaði mér að verða markahæstur
Ólafur Hrannar: Strákarnir sýndu heldur betur karakter
   þri 10. september 2024 20:05
Sölvi Haraldsson
Ólafur Ingi: Barnalegir á vissum mómentum
Icelandair
Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landsliðsins.
Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Við vorum undir pari í dag. Fyrri hálfleikurinn var fínn að mörgu leyti. Við spiluðum býsna vel í fyrri hálfleik og héldum þeim frá markinu okkar. Svo ætluðum við að stíga upp og pressa þá með vindinn í bakið. En við fáum á okkur mark fljótlega, það gefur þeim orku og við förum að leita í lokasendingar of snemma.“ sagði Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landsliðsins, sem tapaði 2-1 gegn Wales í dag.


Lestu um leikinn: Ísland U21 1 -  2 Wales U21

Ólafur segir varnarleikurinn hafa verið barnalegur á nokkrum köflum þegar hann var spurður út í hann.

Mér fannst við vera barnalegir í vissum mómentum þar sem við erum að tapa boltanum á hættulegum stöðum. Eitthvað sem maður getur ekki leyft sér á þessu leveli og okkur var refsað.“

Ólafur talaði mikið um það fyrir leik að hann ætti von á físískum leik gegn Wales og að liðið þyrfti að vera tilbúið í baráttuna, hvernig fannst honum liðið standa sig í því í dag?

Mér fannst við jafna Þá í því, strákarnir gáfu allt í það. Það var ekki það sem gerði útslagið, það voru ákvarðanatökur sem máttu vera betri.“

Möguleikarnir eru ekki miklir í riðlinum en Ólafur er brattur og segir að þeir séu þó alveg til staðar.

Þeir eru ennþá til staðar, við þurfum núna að setjast niður og kryfja þennan glugga, við þjálfarateymið. Við þurfum að plana fyrir Litháen heima í október, það er leikur sem við verðum að vinna. Við þurfum að vinna þann leik og sækja eitthvað til Danmerkur, það er nokkuð ljóst.

Hvernig metur Ólafur þennan glugga í heild sinni?

Góður að mörgu leyti en hann endaði ekki alveg nógu vel hjá okkur. Eins og ég sé þetta hefði maður viljað fara út úr þessu með 4 stig að minnsta kosti, ef ekki 6. En við lifum og erum bara áfram brattir.“ sagði Ólafur Ingi Skúlason að lokum

Viðtalið við Ólaf Inga má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner