fim 10. október 2019 12:00
Fótbolti.net
Líklegt byrjunarlið Íslands - Hvernig verður miðjan?
Icelandair
Guðlaugur Victor Pálsson gæti fengið langþráð tækifæri í byrjunarliðinu.
Guðlaugur Victor Pálsson gæti fengið langþráð tækifæri í byrjunarliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjar Jón Daði frammi?
Byrjar Jón Daði frammi?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland fær heimsmeistara Frakka í heimsókn í undankeppni EM á Laugardalsvelli klukkan 18:45 á morgun. Erfiðara er að spá fyrir um líklegt byrjunarlið Íslands en oft áður.

Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason eru komnir aftur í hópinn eftir meiðsli en fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er hins vegar fjarri góðu gamni.

Fótbolti.net spáir því að varnarlínan verði sú sama og í síðustu leikjum. Erfiðara er að spá hvernig miðjunni og sókninni verður stlllt upp.

Líklegt er að Ísland spili 4-5-1 gegn sterku liði Frakka. Gylfi Þór Sigurðsson verður þá fyrir aftan einn framherja. Jón Daði Böðvarsson, Kolbeinn Sigþórsson og Alfreð Finnbogason kom allir til greina frammi. Fótbolti.net spáir því að Jón Daði byrji en Kolbeinni og Alfreð séu til taks á bekknum og klárir í leikinn gegn Andorra á mánudag.

Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson eru báðir án félags og í lítilli leikæfingu. Þeir koma vel til greina á miðjuna en gætu líka komið inn af bekknum.

Fótbolti.net spáir því að Guðlaugur Victor Pálsson fái langþráð tækifæri í byrjunarliðinu og taki stöðu Arons Einars. Rúnar Már Sigurjónsson kemur sterklega til greina við hlið hans á miðjunni.

Jóhann Berg Guðmundsson verður á öðrum kantinum en erfiðara er að spá um hinn. Arnór Ingvi Traustason og Arnór Sigurðsson koma báðir sterklega til greina þar auk þess sem Birkir Bjarna gæti mögulega byrjað á kantinum.
Athugasemdir
banner
banner