Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 10. október 2020 11:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hamren: Þurfum enn betri frammistöðu gegn Danmörku
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í morgun. Til umræðu var leikur Íslands og Danmörku sem fram fer í Þjóðadeildinni annað kvöld.

„Danska liðið er gott - góð áskorun, góður leikur og margir góðir leikmenn. Ísland hefur aldrei unnið gegn Danmörku í landsleik," sagði Erik.

„Danmörk spilaði á miðvikudag og hvíldi marga leikmenn þar hefur liðið mesta forskotið. Mikilvægasti leikurinn okkar var með fullri virðingu gegn Rúmeníu á fimmtudaginn en við viljum vinna á morgun. Það verður erfitt en ég hef trú á því."

Kasper Hjulmand tók við danska liðinu fyrr á þessu ári. Finnst Erik danska liðið spila öðruvísi fótbolta en undir stjórn forvera hans Åge Hereide?

„Ég hef ekki horft mikið á danska liðið undir stjórn nýs þjálfara. Ég veit hvernig þeir spila en ég get ekki borið það saman við fyrri þjálfara."

Munum við sjá mikið breytt lið á morgun?

„Ég sagði að við myndum vilja vinna leikinn gegn Danmörku og til þess þurfum við enn betri frammistöðu en gegn Rúmeníu. Það er mikið af svipuðum hlutum sem þarf að gera til að vinna Danmörku eins og þurfti gegn Rúmeníu. Ég vil sjá liðið eins og gegn Rúmeníu þegar kemur að einstaklingsgæðum og framlagi varnarlega og sóknarlega."
Athugasemdir
banner