Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
   þri 10. október 2023 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
100 marka veggurinn vígður í Kaplakrika
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
FH hefur sett upp sérstakan 100 marka vegg í Kaplakrika til að heiðra leikmenn liðsins sem hafa brotið 100 marka múrinn fyrir félagið.

Aðeins þrír leikmenn hafa skorað yfir 100 mörk fyrir FH í deild, bikar og Evrópu. Hörður Magnússon, sem starfar í dag sem lýsandi á fótboltaleikjum og sem fótboltasérfræðingur í íslensku sjónvarpi, var fyrstur til að ná þessu afreki og er treyja hans númer 9 því á 100 marka veggnum.

Næstur til að skora 100 mörk var Atli Viðar Björnsson, númer 17, og á eftir honum kom Steven Lennon, númer 7.

Atli og Steven spiluðu saman hjá FH í sjö ár, frá 2014 til 2020.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner