Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fim 10. október 2024 10:14
Hafliði Breiðfjörð
Snjór á höfuðborgarsvæðinu - æfingu Íslands í dag frestað
Icelandair
Ísland æfði síðustu tvo daga á hybrid grasinu í Kaplakrika en í dag er það snævi þakið
Ísland æfði síðustu tvo daga á hybrid grasinu í Kaplakrika en í dag er það snævi þakið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðið mætir Wales í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli annað kvöld klukkan 18:45. Liðið hefur nú þurft að fresta lokaæfingu sinni fyrir leikinn.

Upphaflega stóð til að æfingin færi fram á Laugardalsvelli klukkan 11:30 í dag en völlurinn er ekki í frábæru standi og til að hlífa honum var í gær tekin ákvörðun um að færa æfinguna í Hafnarfjörðinn.

Liðið hefur æft síðustu tvo daga á hybrid grasi FH-inga í Kaplakrika en í nótt snjóaði á höfuðborgarsvæðinu. Hybrid grasið er því snævi þakið og því verður ekki hægt að æfa þar klukkan 11:30 í dag.

Æfingunni hefur því verið frestað til 15:00 í dag í von um að ástandið á vellinum verði betra þá.

Welska liðið stefndi ekki á æfingu á Laugardalsvelli fyrir leikinn, þeir munu æfa í Wales í dag og fljúga svo yfir til Íslands.
Athugasemdir
banner
banner
banner