Man Utd til í að opna veskið fyrir Yildiz - Everton gæti reynt við Phillips - Liverpool hefur áhuga á Wharton
   fös 10. október 2025 11:30
Elvar Geir Magnússon
„Stærstu stjörnurnar geta ekki gengið að neinu vísu“
Morgan Rogers fagnar marki sínu.
Morgan Rogers fagnar marki sínu.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Thomas Tuchel landsliðsþjálfari Englands er óhræddur við að taka stórar ákvarðanir og valdi stjörnur á borð við Jude Bellingham og Phil Foden ekki í leikmannahóp sinn í þessum glugga.

Tuchel sagðist einfaldlega hafa verið svo ánægður með hópinn í síðasta verkefni, þar sem þeir voru fjarri góðu gamni, að hann vildi gera sem fæstar breytinar.

„Það var hreint og skýrt frá honum að hann velur ekki í liðið eftir nöfnum. Allir eiga möguleika á að vinna sér inn sæti með frammistöðu. Stærstu stjörnurnar geta ekki gengið að neinu vísu," segir Phil McNulty, yfirmaður fótboltafrétta hjá BBC.

Eftir 3-0 sigur í vináttulandsleik gegn Wales í gær sagði Tuchel: „Við erum ekki að reyna að safna saman sem flestum stjörnum, við erum að reyna að byggja upp lið. Lið vinna titla."

Ekki auðvelt fyrir Bellingham að taka stöðuna af Rogers
Bellingham, sem spilar fyrir Real Madrid, er vissulega nýkominn upp úr meiðslum en hann vildi vera valinn í hópinn. Tuchel var á öðru máli og ákvað að skilja hann eftir heima.

„Tuchel ákvað að halda trausti við liðið sem vann 5-0 gegn Serbíu í Belgrad og það borgaði til baka. Sá leikmaður sem var framúrskarandi bæði gegn Serbíu og Wales er Morgan Rogers, leikmaður Aston Villa, sem spilaði í stöðunni hans Bellingham, sem 'tía'," segir McNulty.

„Miðað við síðustu tvo leiki er Rogers að verða andlit þeirra einkenna sem Tuchel vill skapa hjá landsliðinu. Ef Tuchel heldur í sitt þá er Rogers kominn með stöðuna og getur fest hana enn betur þegar England mætir Lettlandi í Riga á þriðjudaginn."

„Bellingham fer auðvitað með á HM en hann veit að hann getur ekki gengi að því vísu að hann labbi aftur í liðið. Hann er ekki ómissandi. Sigurinn í gær var einnig án Cole Palmer sem er meiddur, Phil Foden sem var ekki valinn og Harry Kane sem horfði á frá hliðarlínunni þar sem hann er að glíma við meiðsli."
Athugasemdir
banner