Það er greinilegt að Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hefur mikið álit á miðverðinum Tim Ream.
Ream, sem er 35 ára Bandaríkjamaður, hefur leikið með Fulham frá 2015. Þar áður lék hann með Bolton.
Fulham lék gegn Manchester City um síðustu helgi. Eftir þann leik lét Pep Guardiola, stjóri Man City, stór ummæli falla er hann spjallaði við Ream.
Gregg Berhalter, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, sagði frá samtali þeirra er hann tilkynnti sinn hóp fyrir HM í Katar.
„Ef þú værir 24 ára en ekki 34 ára, þá værir þú að spila fyrir mig," á Guardiola að hafa sagt við Ream sem svaraði með því að segja að hann væri orðinn 35 ára.
Ream er auðvitað í landsliðshópi Bandaríkjanna fyrir HM.
Gregg Berhalter said that after Man City vs. Fulham, Pep Guardiola walked up to Tim Ream and said 'if you were 24 instead of 34 you'd be playing for me.'
— USMNT Only (@usmntonly) November 10, 2022
What Tim said to him: 'it's too bad ... I'm 35 not 34'
AMAZING 😂👏
(via Futbol Americas/ESPN+) pic.twitter.com/olbN4hWhFO
Athugasemdir