Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   fim 10. nóvember 2022 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola við Ream: Þá værir þú að spila fyrir mig
Ream í leik með Fulham.
Ream í leik með Fulham.
Mynd: EPA
Það er greinilegt að Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hefur mikið álit á miðverðinum Tim Ream.

Ream, sem er 35 ára Bandaríkjamaður, hefur leikið með Fulham frá 2015. Þar áður lék hann með Bolton.

Fulham lék gegn Manchester City um síðustu helgi. Eftir þann leik lét Pep Guardiola, stjóri Man City, stór ummæli falla er hann spjallaði við Ream.

Gregg Berhalter, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, sagði frá samtali þeirra er hann tilkynnti sinn hóp fyrir HM í Katar.

„Ef þú værir 24 ára en ekki 34 ára, þá værir þú að spila fyrir mig," á Guardiola að hafa sagt við Ream sem svaraði með því að segja að hann væri orðinn 35 ára.

Ream er auðvitað í landsliðshópi Bandaríkjanna fyrir HM.


Athugasemdir
banner
banner
banner