
Harry Maguire er í byrjunarliði Manchester United sem er að spila gegn Aston Villa á útivelli í enska deildabikarnum þessa stundina.
Maguire hefur verið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína á tímabilinu en þrátt fyrir það valdi Gareth Southgate hann í landsliðshópinn fyrir HM í dag.
„Ég og fjölskyldan mín erum mjög stolt í dag. Að spila fyrir hönd þjóðarinnar á HM er hápunktur allra á ferlinum svo ég er mjög stoltur. En ég með fulla einbeitingu á kvöldinu í kvöld og ná úrslitum til að koma okkur í næstu umferð," sagði Maguire í viðtali hjá Sky Sports fyrir leikinn í kvöld.
Maguire hefur leikið 48 landsleiki og skorað í þeim sjö mörk.
Athugasemdir