Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   sun 10. nóvember 2024 20:37
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Ekkert fær Marmoush stöðvað - Þriðja aukaspyrnumarkið sem hann skorar í þessari viku
Egypski sóknarmaðurinn Omar Marmoush skoraði og lagði upp er Eintracht Frankfurt vann Stuttgart, 3-2, í 10. umferð þýsku deildarinnar í dag.

Marmoush hefur verið glóðheitur með Frankfurt á tímabilinu og varð engin breyting á því í leik dagsins.

Stuttgart-menn fengu gullið tækifæri til að taka forystuna í leiknum er brotið var á Ermedin Demirovic í teignum. Hann fór sjálfur á punktinn en Kevin Trapp varði slaka spyrnu framherjans.

Frankfurt tók forystuna undir lok hálfleiksins. Marmoush kom með hornspyrnuna á nær á Hugo Ekitike sem stangaði boltann af krafti í netið.

Nathaniel Brown gerði annað markið eftir góðan sprett Ansgar Knauff. Boltinn datt fyrir Brown í teignum sem skoraði með góðu skoti.

Hinn umtalaði Marmoush skoraði gersamlega sturlað mark úr aukaspyrnu af 30 metra færi sjö mínútum síðar. Ellefta mark hans í deildinni og þriðja aukaspyrnan sem hann skorar í þessari viku!

Stuttgart tókst að skora tvö mörk á lokamínútunum. Josha Vagnoman átti skot sem fór af varnarmanni og yfir Trapp í markinu áður en Nick Woltemade gerði annað markið af stuttu færi. Þessi stóri og sterki framhejri náði að skýla boltanum áður en hann lagði boltann í hægra hornið.

Lokatölur 3-2 fyrir Frankfurt sem er í 3. sæti með 20 stig en Stuttgart í 11. sæti með aðeins 13 stig.

Augsburg og Hoffenheim gerðu markalaust jafntefli og þá vann Werder Bremen góðan 3-1 sigur á Heidenheim.

Stuttgart 2 - 3 Eintracht Frankfurt
0-0 Ermedin Demirovic ('22 , Misnotað víti)
0-1 Hugo Ekitike ('45 )
0-2 Nathaniel Brown ('55 )
0-3 Omar Marmoush ('62 )
1-3 Josha Vagnoman ('86 )
2-3 Nick Woltemade ('90 )

Heidenheim 1 - 3 Wolfsburg
0-1 Yannick Gerhardt ('3 )
0-2 Bence Dardai ('42 )
1-2 Marvin Pieringer ('64 )
1-3 Tomas Tiago ('90 )

Augsburg 0 - 0 Hoffenheim


Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 3 3 0 0 14 2 +12 9
2 Dortmund 3 2 1 0 8 3 +5 7
3 Köln 3 2 1 0 8 4 +4 7
4 St. Pauli 3 2 1 0 7 4 +3 7
5 Eintracht Frankfurt 3 2 0 1 8 5 +3 6
6 Hoffenheim 3 2 0 1 7 6 +1 6
7 RB Leipzig 3 2 0 1 3 6 -3 6
8 Wolfsburg 3 1 2 0 7 5 +2 5
9 Werder 3 1 1 1 8 7 +1 4
10 Leverkusen 3 1 1 1 7 6 +1 4
11 Augsburg 3 1 0 2 6 6 0 3
12 Stuttgart 3 1 0 2 3 5 -2 3
13 Freiburg 3 1 0 2 5 8 -3 3
14 Union Berlin 3 1 0 2 4 8 -4 3
15 Mainz 3 0 1 2 1 3 -2 1
16 Gladbach 3 0 1 2 0 5 -5 1
17 Hamburger 3 0 1 2 0 7 -7 1
18 Heidenheim 3 0 0 3 1 7 -6 0
Athugasemdir