Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   þri 10. desember 2019 23:40
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Haaland bað um vatnsbrúsa til að henda
Erling Braut Haaland var í byrjunarliði Red Bull Salzburg sem tapaði 0-2 gegn Liverpool fyrr í kvöld.

Salzburg var þar með slegið úr leik í Meistaradeildinni og mun í staðinn taka þátt í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar í vor.

Haaland var búinn að skora 8 mörk í 5 leikjum í Meistaradeildinni fyrir kvöldið en tókst ekki að bæta níunda markinu við. Hann var pirraður og náði sá pirringur hámarki þegar Liverpool skoraði bæði mörk leiksins með örstuttu millibili í síðari hálfleik.

Eftir seinna markið gekk Haaland að hliðarlínunni og bað um vatnsbrúsa. Hann var þó ekki þyrstur, heldur þurfti hann brúsann aðeins til að kæla niður reiðina.


Athugasemdir
banner