Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   sun 10. desember 2023 18:25
Ívan Guðjón Baldursson
England: Tottenham fór létt með Newcastle
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Tottenham 4 - 1 Newcastle
1-0 Destiny Udogie ('26)
2-0 Richarlison ('38)
3-0 Richarlison ('60)
4-0 Son Heung-min ('85)
4-1 Joelinton ('92)

Tottenham tók á móti Newcastle United í lokaleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni og úr varð mikil skemmtun, þar sem heimamenn sýndu frábæra frammistöðu gegn lúnum gestum.

Það var aðeins eitt lið á vellinum og óðu heimamenn í Tottenham í færum á meðan gestirnir frá Newcastle gerðu lítið til að ógna marki heimamanna.

Newcastle komst nálægt því að skora í fyrri hálfleik, en sá ekki til sólar eftir opnunarmark frá bakverðinum efnilega Destiny Udogie.

Udogie skoraði eftir undirbúning frá Son Heung-min, sem lagði einnig upp næsta mark fyrir brasilíska framherjann Richarlison sem fékk tækifæri með byrjunarliðinu.

Richarlison hefur átt erfitt uppdráttar frá félagsskiptum sínum til Tottenham en hann bætti öðru marki við leikinn í síðari hálfleik, eftir stoðsendingu frá Pedro Porro.

Son fiskaði svo vítaspyrnu á lokakafla leiksins og fór sjálfur á punktinn. Hann skoraði örugglega og verður líklegast valinn maður leiksins þrátt fyrir samkeppni frá Richarlison.

Það var í uppbótartíma sem Newcastle vann boltann hátt uppi á vellinum og kláraði Joelinton færið með marki. Það var lítið annað en fánamark fyrir Newcastle sem tapar 4-1 og er í sjöunda sæti úrvalsdeildarinnar.

Tottenham er í fimmta sæti með 30 stig eftir 16 umferðir, sjö stigum eftir toppliði Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner