Diaz, Salah, Gallagher, Jorginho, Greenwood, Cancelo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 10. desember 2023 21:45
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Níu Rómverjar fengu stig - Zirkzee með tvennu
Mynd: EPA
Mynd: EPA
AS Roma tók á móti Fiorentina í stórleik dagsins í ítalska boltanum og var Romelu Lukaku búinn að skora eftir fimm mínútna leik. Hann skallaði boltann í netið eftir laglegan undirbúning frá Paulo Dybala.

Dybala var afar líflegur fyrstu 25 mínútur leiksins en meiddist svo og þurfti að fara af velli á 25. mínútu.

Roma leiddi eftir afar bragðdaufan fyrri hálfleik en hlutirnir breyttust í þeim síðari, eftir að Nicola Zalewski fékk sitt seinna gula spjald í liði heimamanna.

Gestirnir frá Flórens jöfnuðu skömmu eftir rauða spjaldið og herjuðu þeir á Rómverja á lokakafla leiksins.

Þeim tókst ekki að gera sigurmark þrátt fyrir margar tilraunir þar sem Rui Patricio átti stórleik á milli stanga heimamanna.

Lukaku fékk að líta beint rautt spjald fyrir ljótt brot á lokakafla leiksins og gerðu níu leikmenn Roma vel að bjarga stigi eftir langan uppbótartíma.

Fiorentina er í sjöunda sæti með 24 stig eftir 15 umferðir, einu stigi eftir Roma sem situr í fjórða sæti. Bologna er jafnt Roma á stigum eftir sigur í Salernó í dag.

Joshua Zirkzee, sem kom úr röðum FC Bayern, skoraði bæði mörk Bologna á fyrstu 20 mínútum leiksins. Heimamenn í Salernitana náðu að minnka muninn í síðari hálfleik en tókst ekki að gera jöfnunarmark gegn skipulögðum andstæðingum.

Salernitana er á botni deildarinnar með 8 stig, þremur stigum frá öruggu sæti.

Að lokum gerðu nýliðar Frosinone markalaust jafntefli við Torino og eru bæði lið um miðja deild eftir leikinn.

Frosinone 0 - 0 Torino

Roma 1 - 1 Fiorentina
1-0 Romelu Lukaku ('5 )
1-1 Lucas Martinez ('66 )
Rautt spjald: Nicola Zalewski, Roma ('64)
Rautt spjald: Romelu Lukaku, Roma ('87)

Salernitana 1 - 2 Bologna
0-1 Joshua Zirkzee ('9 )
0-2 Joshua Zirkzee ('20 )
1-2 Simy ('75 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 26 22 3 1 67 12 +55 69
2 Juventus 26 17 6 3 41 19 +22 57
3 Milan 26 16 5 5 50 32 +18 53
4 Bologna 26 13 9 4 39 23 +16 48
5 Atalanta 26 14 4 8 48 28 +20 46
6 Roma 26 13 5 8 48 32 +16 44
7 Fiorentina 26 12 5 9 39 30 +9 41
8 Napoli 26 11 7 8 40 30 +10 40
9 Lazio 26 12 4 10 32 28 +4 40
10 Torino 26 9 9 8 25 25 0 36
11 Monza 26 9 9 8 27 30 -3 36
12 Genoa 26 8 9 9 28 31 -3 33
13 Empoli 26 6 7 13 22 40 -18 25
14 Lecce 26 5 9 12 24 43 -19 24
15 Udinese 26 3 14 9 25 40 -15 23
16 Frosinone 26 6 5 15 34 55 -21 23
17 Verona 26 4 8 14 23 36 -13 20
18 Sassuolo 26 5 5 16 32 54 -22 20
19 Cagliari 26 4 8 14 24 47 -23 20
20 Salernitana 26 2 7 17 20 53 -33 13
Athugasemdir
banner
banner