Diaz, Salah, Gallagher, Jorginho, Greenwood, Cancelo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 10. desember 2023 11:20
Aksentije Milisic
Ten Hag um Martial: Ekki sanngjarnt að benda á einn leikmann
Martial var skipt af velli í gær.
Martial var skipt af velli í gær.
Mynd: EPA

Anthony Martial, framherji Manchester United, átti slæman leik í gær eins og svo margir leikmenn liðsins en United tapaði á heimavelli gegn Bournemouth með þremur mörkum gegn engu.


Martial fékk tækifæri í byrjunarliðinu á kostnað Rasmus Hojlund en margir stuðningsmenn United eru orðnir þreyttir á Frakkanum og skilja það fáir hvers vegna hann er ennþá hjá félaginu.

Martial var ósýnilegur í gær og var Erik ten Hag, stjóri liðsins, spurður út í leikmanninn í viðtali eftir leik.

„Hann hefur klárlega hæfileikana til að spila fyrir okkur, það er ekki sanngjarnt að benda á einn leikmann eftir þessa frammistöðu hjá liðinu. Við brugðumst allir saman, sem lið.”

Tapið í gær þýðir að Man Utd er tíu stigum frá toppnum og enn þremur stigum frá Meistaradeildarsæti. Newcastle, Tottenham og Manchester City eiga þó öll leik til góða á United.


Athugasemdir
banner
banner