Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   þri 10. desember 2024 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ariela Lewis alfarið til Keflavíkur (Staðfest)
Í leik með Gróttu sumarið 2023.
Í leik með Gróttu sumarið 2023.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Keflavík tilkynnti í dag að Ariela Lewis væri búin að skrifa undir samning út tímabilið 2026.

Ariela kom til Keflavíkur í sumar á láni frá Aftureldingu og er nú alfarið gengin í raðir félagsins.

Hún skoraði tvö mörk í fimm leikjum í Bestu deildinni seinni hluta sumars og hefur alls skorað 38 mörk í 60 leikjum á Íslandi.

Hún er 29 ára sóknarmaður sem kom til Gróttu fyrri tímabilið 2022, var þar í tvö tímabil og skipti yfir í Aftureldingu fyrir tímabiið í ár.

Keflavík féll úr Bestu deildinni í haust og verður í Lengjudeildinni á næsta tímabili.

Athugasemdir
banner
banner