Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   þri 10. desember 2024 22:37
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Þriðja tapið í röð hjá Plymouth - Blackburn í frábæru formi
Plymouth er í næst neðsta sæti deildarinnar
Plymouth er í næst neðsta sæti deildarinnar
Mynd: Getty Images
Daniel James hjálpaði Leeds að komast á toppinn
Daniel James hjálpaði Leeds að komast á toppinn
Mynd: Getty Images
Blackburn er að gera góða hluti
Blackburn er að gera góða hluti
Mynd: Getty Images
Leeds United er komið með tveggja stiga forystu í toppsæti ensku B-deildarinnar eftir leiki kvöldsins.

Leedsarar unnu 3-1 sigur á Middlesbrough á Elland Road. Ítalski leikmaðurinn Wilfried Gnonto skoraði á 14. mínútu en Max Wöber, sem skoraði fyrir liðið í síðasta sigurleik, setti boltann í eigið net í kvöld.

Daniel James og Brenden Aaronson komu honum þó til bjargar með tveimur mörkum á síðasta stundarfjórðungi leiksins og skutu Leedsurum á toppinn en liðið er með tveggja stiga forystu á Sheffield United sem á leik til góða.

Wayne Rooney og lærisveinar hans í Plymouth töpuðu þriðja leiknum í röð er það mætti Swansea á heimavelli. Guðlaugur Victor Pálsson sat allan tímann á bekknum en Plymouth er í næst neðsta sæti með 17 stig.

Blackburn Rovers marði 1-0 sigur á Sheffield Wednesday. Arnór Sigurðsson er áfram frá vegna meiðsla, en Blackburn hefur verið í hörkuformi undanfarið og var að vinna fimmta leikinn í röð. Liðið er í 5. sæti með 34 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Burnley 0 - 0 Derby County

Leeds 3 - 1 Middlesbrough
1-0 Wilfried Gnonto ('14 )
1-1 Maximilian Wober ('54 , sjálfsmark)
2-1 Daniel James ('74 )
3-1 Brenden Aaronson ('90 )

Luton 2 - 1 Stoke City
0-1 Tom Cannon ('6 )
1-1 Carlton Morris ('24 )
2-1 Elijah Adebayo ('90 )

Plymouth 1 - 2 Swansea
0-1 Jay Fulton ('44 )
0-2 Liam Cullen ('60 )
1-2 Mustapha Bundu ('79 )

Portsmouth 0 - 0 Norwich

Sheffield Wed 0 - 1 Blackburn
0-1 Makhtar Gueye ('68 )

Sunderland 1 - 1 Bristol City
0-1 Luke Mcnally ('62 )
1-1 Patrick Roberts ('90 )
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leeds 27 16 8 3 51 19 +32 56
2 Sheffield Utd 27 17 6 4 38 17 +21 55
3 Burnley 27 14 11 2 31 9 +22 53
4 Sunderland 27 14 9 4 39 22 +17 51
5 Blackburn 27 12 6 9 31 24 +7 42
6 West Brom 27 9 14 4 33 22 +11 41
7 Middlesbrough 27 11 8 8 44 34 +10 41
8 Watford 27 12 5 10 38 37 +1 41
9 Bristol City 27 9 10 8 33 31 +2 37
10 Sheff Wed 27 10 7 10 38 43 -5 37
11 Norwich 27 9 9 9 43 39 +4 36
12 QPR 27 8 11 8 30 34 -4 35
13 Swansea 27 9 7 11 30 33 -3 34
14 Coventry 27 8 8 11 35 37 -2 32
15 Oxford United 27 8 8 11 30 41 -11 32
16 Preston NE 27 6 13 8 28 34 -6 31
17 Millwall 26 7 9 10 24 24 0 30
18 Stoke City 27 6 10 11 25 33 -8 28
19 Derby County 27 7 6 14 31 37 -6 27
20 Cardiff City 27 6 9 12 29 41 -12 27
21 Hull City 27 6 8 13 26 36 -10 26
22 Portsmouth 26 6 8 12 32 45 -13 26
23 Luton 27 7 5 15 27 44 -17 26
24 Plymouth 27 4 9 14 25 55 -30 21
Athugasemdir
banner
banner