Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 11. janúar 2022 17:58
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Afríkukeppnin: Fyrsta tap Egypta í 18 ár
Kelechi Iheanacho var hetja Nígeríu.
Kelechi Iheanacho var hetja Nígeríu.
Mynd: EPA
Nigeria 1 - 0 Egypt
1-0 Kelechi Iheanacho ('30 )

Það er lítið skorað í upphafi Afríkumótsins en nú var að ljúka leik Nígeríu og Egyptalands þar sem Nígería fór með 1-0 sigur af hólmi.

Kelechi Iheanacho leikmaður Leicester skoraði eina mark leiksins. Það kom fyrirgjöf frá vinstri sem Joe Aribo skallaði áfram á Iheanacho sem smellhitti boltann á lofti og skoraði.

Lið Nígeríu og Egypta eru mjög áhugaverð þar sem margir sterkir leikmenn eru innanborðs. Iheanacho er með liðsfélaga sinn úr Leicester, WIlfried Ndidi, Ola Aina fyrrum leikmaður Fulham og fyrirliði liðsins er Troost-Ekong leikmaður Watford.

Alex Iwobi leikmaður Everton kom inná sem varamaður í uppbótartíma.

Í herbúðum Egyptalands eru Mohamed Salah leikmaður Liverpool, Mohamed Elneny leikmaður Arsenal og Trezeguet leikmaður Aston Villa.

Nígería var með yfirhöndina í fyrri hálfleik en Egyptar komust aðeins inn í leikinn seint í síðari hálfleik. Salah átti fyrsta almennilega færið fyrir Egypta eftir um 70 mínútna leik en markvörður Nígeríu sá við honum.

Þetta var fyrsta tap Egypta í riðlakeppni Afríkumótsins frá 2004.
Athugasemdir
banner
banner
banner