þri 11. janúar 2022 11:14
Elvar Geir Magnússon
Ágúst Hlyns lánaður til Vals (Staðfest)
Ágúst Eðvald Hlynsson á sjö leiki fyrir U21 landslið Íslands.
Ágúst Eðvald Hlynsson á sjö leiki fyrir U21 landslið Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn 21 árs gamli Ágúst Eðvald Hlynsson er kominn til Vals á láni frá danska liðinu Horsens. Tækifæri hans í Danmörku voru af skornum skammti og spilar hann á Hlíðarenda út sumarið.

„Ég á alltof mikið eftir af þessum samningi, held ég sé á samningi til 2024 en vonandi núna í janúar gerist eitthvað spennandi og ég get farið. Ég er að vona að það gerist og eins og staðan er núna þá er það mjög líklegt," sagði Ágúst í viðtali við Fótbolta.net í síðustu viku.

Í fyrra var hann lánaður til FH þar sem hann skoraði fjögur mörk í tíu leikjum í efstu deild.

„Ágúst sem verður 22ja ára í ár lék áður með Norwich, Bröndby, Víkingi Reykjavík og FH og á að baki 65 leiki í efstu deild, Evrópukeppni og bikar hér á landi og skorað í þeim 14 mörk," segir í yfirlýsingu Vals.

„Leikir með yngri landsliðum Íslands eru 31 og skoraði hann 5 mörk í þeim. Það verður spennandi að fylgjast með þessum öfluga leikmanni í sumar. Við bjóðum Ágúst velkominn á Hlíðarenda."

Valur hafnaði í fimmta sæti efstu deildar á síðasta tímabili.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner