Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 11. febrúar 2021 11:30
Magnús Már Einarsson
Auður áfram hjá ÍBV í sumar (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving mun leika í marki ÍBV á leiktíðinni í Pepsi Max-deild kvenna í sumar en hún kemur til liðsins á láni frá Val. Auður er einungis á 19. aldursári en hún lék tvo leiki með Val í deildinni 2017 og 2018.

Auður lék einnig með ÍBV í fyrra þar sem hún spilaði 14 af 16 leikjum liðsins í deild, auk þess að leika nokkra leiki með 2. flokki félagsins.

Hún á marga landsleiki að baki með yngri landsliðum Íslands, samtals á hún 21 leik þar en 10 af þeim komu með U19 ára landsliðinu, á síðustu þremur árum.

„Auður kemur til félagsins á lánssamningi sem gildir út leiktíðina en hún var valin í U19-ára landsliðið á dögunum og mun þar hitta fyrir Clöru Sigurðardóttur og Rögnu Söru Magnúsdóttur sem og Kristjönu R. Kristjánsdóttur Sigurz sem lék með ÍBV á síðustu leiktíð," segir á vef ÍBV.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner