Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
banner
   sun 11. febrúar 2024 18:05
Brynjar Ingi Erluson
Erfiðir tímar hjá West Ham - „Stuðningsmennirnir þekkja það manna best“
David Moyes
David Moyes
Mynd: EPA
David Moyes, stjóri West Ham, gat lítið sagt eftir 6-0 niðurlæginguna gegn Arsenal á Ólympíuleikvanginum í Lundúnum í dag.

Arsenal var með öll völd á leiknum og gersamlega keyrði yfir West Ham.

West Ham hefur ekki unnið leik síðan 28. desember, en það var einmitt 2-0 sigur á Arsenal á Emirates.

„Þetta er kannski svolítið heimskuleg spurning. Þetta var ekki góður dagur,“ sagði Moyes er hann var spurður út í 6-0 tapið gegn Arsenal.

„Þeir byrjuðu leikinn frábærlega og það frá fyrstu mínútu. Förum nú samt ekkert að plata okkur, þetta voru ekki bara þessar fimmtán mínútur. Þeir byrjuðu vel og við gerðum það ekki. Ég er ekki vanur því að liðið mitt fái á sig mörk eins og við höfum verið að gera.“

Þetta var í fjórða sinn á tímabilinu sem liðið fær á sig fjögur mörk eða meira í leik, en Moyes á engar skýringar við þessu markaflóði.

„Við höfum enga alvöru ástæðu af hverju þetta ætti að vera að gerast. Við áttum kafla í kringum jólin, þar sem við gerðum sérkennileg jafntefli eða töpuðum naumlega, en af einhverri ástæðu þá virtumst við ekki kunna að verjast í dag.“

„Stundum koma slæmir tímar hjá félögum. Stuðningsmenn West Ham vita það betur en allir aðrir. Ég kom tvisvar hingað þar sem við vorum í hættu á að falla en fyrir sex mánuðum unnum við bikar. Fyrir það voru það undanúrslit Evrópudeildarinnar,“
sagði Moyes.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 16 11 3 2 30 10 +20 36
2 Man City 16 11 1 4 38 16 +22 34
3 Aston Villa 16 10 3 3 25 17 +8 33
4 Chelsea 16 8 4 4 27 15 +12 28
5 Crystal Palace 16 7 5 4 20 15 +5 26
6 Man Utd 16 7 5 4 30 26 +4 26
7 Liverpool 16 8 2 6 26 24 +2 26
8 Sunderland 16 7 5 4 19 17 +2 26
9 Everton 16 7 3 6 18 19 -1 24
10 Brighton 16 6 5 5 25 23 +2 23
11 Tottenham 16 6 4 6 25 21 +4 22
12 Newcastle 16 6 4 6 21 20 +1 22
13 Bournemouth 16 5 6 5 25 28 -3 21
14 Fulham 16 6 2 8 23 26 -3 20
15 Brentford 16 6 2 8 22 25 -3 20
16 Nott. Forest 16 5 3 8 17 25 -8 18
17 Leeds 16 4 4 8 20 30 -10 16
18 West Ham 16 3 4 9 19 32 -13 13
19 Burnley 16 3 1 12 18 33 -15 10
20 Wolves 16 0 2 14 9 35 -26 2
Athugasemdir
banner