![Lengjudeildin](/images/leng_150x150.png)
Ísak Aron Ómarsson er búinn að skrifa undir nýjan samning við HK sem gildir næstu tvö árin.
Ísak Aron er örvfættur varnarmaður sem er uppalinn hjá HK. Hann er fæddur 2004 og tók þátt í fjórum leikjum í Bestu deild karla í fyrra, auk þess að spila í einum leik í Mjólkurbikarnum.
Hann á í heildina 16 skráða leiki með HK á vefsíðu KSÍ og 11 leiki með Ými.
Ísak er yngri bróðir Orra Sigurðs Ómarssonar, leikmanns Vals, og Ómars Inga Guðmundssonar, sem þjálfaði HK síðustu þrjú tímabil áður en hann var ráðinn sem aðalþjálfari U15 landsliðs karla.
Hermann Hreiðarsson tók við þjálfarastarfinu hjá HK í fyrra og er enn við stjórnvölinn þar eftir að liðið féll niður í Lengjudeildina á markatölu.
„HK bindur miklar vonir við Ísak og hlakkar til að fylgjast með þessum leikmanni á næstu árum," segir meðal annars í tilkynningu frá félaginu.
Athugasemdir