Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
   þri 11. febrúar 2025 22:18
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjubikarinn: Andri Rúnar með þrennu í stórsigri á Selfossi
Mynd: Stjarnan
Selfoss 0-6 Stjarnan
0-1 Andri Rúnar Bjarnason ('2 )
0-2 Andri Rúnar Bjarnason ('22 )
0-3 Jón Hrafn Barkarson ('28 )
0-4 Andri Rúnar Bjarnason ('44 )
0-5 Emil Atlason ('71 )
0-6 Haukur Örn Brink ('85 )

Stjarnan er með fullt hús stiga eftir tvær umferðir í riðli fjögur í A-deild Lengjubikarsins eftir stórsigur á Selfossi í kvöld.

Andri Rúnar Bjarnason gekk til liðs við Stjörnuna í vetur en hann var í byrjunarliðinu í kvöld.

Hann fór hamförum í fyrri hálfleik en hann skoraði þrennu. Staðan var orðin 4-0 þegar flautað var til hálfleiks.

Emil Atlason, sem kom inn á fyrir Andra Rúnar, bætti við fimmta markinu áður en Haukur Örn Brink negldi síðasta naglann í kistu Selfyssinga með marki undir lok leiksins.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner