Ísabella Sara Tryggvadóttir hefur framlengt samning sinn við Val um fjögur ár, er nú samningsbundin félaginu út tímabilið 2028. Fyrri samningur hefði runnið út í lok þessa árs.
Ísabella Sara er fædd árið 2006 en hefur þrátt fyrir ungan aldur þegar leikið 71 deildarleik á ferlinum. Þar af eru 58 í efstu deild og mörkin í þeim 11.
Hún er U19 landsliðskona og á einnig að baki tvo leiki með U23 landsliðinu. Hún er uppalin hjá KR en gekk í raðir Vals fyrir tímabilið 2023 og er því á leið inn í sitt þriðja tímabil á Hlíðarenda.
Ísabella Sara er fædd árið 2006 en hefur þrátt fyrir ungan aldur þegar leikið 71 deildarleik á ferlinum. Þar af eru 58 í efstu deild og mörkin í þeim 11.
Hún er U19 landsliðskona og á einnig að baki tvo leiki með U23 landsliðinu. Hún er uppalin hjá KR en gekk í raðir Vals fyrir tímabilið 2023 og er því á leið inn í sitt þriðja tímabil á Hlíðarenda.
Ísabella Sara er dóttir Tryggva Guðmundssonar sem er markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar. Hún er yngri systir Guðmundar Andra sem er leikmaður KR.
Tilkynning Vals í dag:
Ísabella Sara Tryggvadóttir hefur framlengt samningi sínum við Val um fjögur ár og því ljóst að þessi frábæri leikmaður verður hjá okkur eitthvað áfram. Ísabella sem er fædd árið 2006 gekk til liðs við Val frá uppeldisfélagi sínu KR fyrir tímabilið 2023 og hefur verið einn allra efnilegasti leikmaður landsins. Ísabella á leiki fyrir öll yngri landslið Íslands. Hlökkum til að sjá þig áfram í Val!
Athugasemdir