Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
   þri 11. mars 2025 12:07
Elvar Geir Magnússon
Mikael í liði umferðarinnar
Mikael Anderson í landsleik á Laugardalsvelli.
Mikael Anderson í landsleik á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Anderson skoraði mark AGF sem gerði 1-1 jafntefli gegn Viborg í dönsku úrvalsdeildinni um helgina.

Uwe Rösler þjálfari AGF sagði að Íslendingurinn hafi verið bestur á vellinum og Mikael er verðlaunaður með sæti í liði umferðarinnar í dönsku úrvalsdeildinni.

Mikael hefur skorað fimm mörk og átt átta stoðsendingar í 21 deildarleik á tímabilinu. AGF er í þriðja sæti, sex stigum á eftir toppliði Midtjylland.

Mikael verður væntanlega í íslenska landsliðshópnum sem verður kynntur á morgun. 20. og 23. mars verður leikið gegn Kosóvó í einvígi um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar.



Athugasemdir
banner
banner
banner