Raphinha, sóknarmaður Barcelona, er að eiga ótrúlegt tímabil en hann skoraði tvennu þegar liðið tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir 3-1 sigur á Benfica í kvöld.
Hann er búinn að skora ellefu mörk í Meistaradeildinni en hann hefur einnig lagt upp fimm mörk. Enginn Brasilíumaður hefur skorað fleiri mörk á einu tímabili í Meistaradeildinni.
Hann fór upp fyrir leikmenn á borð við Rivaldo, Firmino, Neymar og Kaka sem skoruðu tíu mörk mest á einu tímabili.
Hinn 17 ára gamli Lamine Yamal skoraði og lagði upp í leiknum en hann er yngsti leikmaðurinn til að gera það í sögu Meistaradeildarinnar.
Athugasemdir