Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 11. apríl 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrirliði Reading hættir á Twitter
Liam Moore.
Liam Moore.
Mynd: Getty Images
Liam Moore, fyrirliði Reading á Englandi, hefur ákveðið að hætta á samfélagsmiðlinum Twitter.

Moore er ekki ánægður með það hvernig Twitter hefur tæklað það þegar fólk verður fyrir kynþáttafordómum á samfélagsmiðlinum.

Fjölmargir fótboltamenn hafa orðið fyrir kynþáttafordómum á Twitter síðustu mánuði og Moore er einn af þeim. Oftast er það fólk sem gengur undir fölsku flaggi sem er með kynþáttafordóma á Twitter.

Það er mjög auðvelt að búa til 'falska' reikninga á samfélagsmiðlum og hefur mikið af fólki gagnrýnt það.

Moore er ekki sá fyrsti sem hættir á Twitter út af kynþáttafordómum. Í síðasta mánuði ákvað Arsenal goðsögnin Thierry Henry að hætta á öllum samfélagsmiðlum í mótmælaskyni. Þá hafa bresku félögin Birmingham, Swansea og Rangers ákveðið að hætta á samfélagsmiðlum í eina viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner