Atletico íhugar að gera tilboð í Garnacho - Man Utd langt komið í viðræðum við Diallo - Dybala má fara ef hann er ósáttur
   þri 11. apríl 2023 20:17
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Blikar voru með fjórum sinnum hærra xG
Úr leiknum í gærkvöldi
Úr leiknum í gærkvöldi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik og HK mættust í ótrúlegum fótboltaleik á Kópavogsvelli í gærkvöldi í fyrstu umferð Bestu deildarinnar þetta sumarið.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  4 HK

Blikar eru ríkjandi Íslandsmeistarar og HK er nýliði í efstu deild.

Nýliðarnir voru komnir tveimur mörkum yfir eftir sjö mínútna leik en Blikar komu til baka og náðu forystunni á fjögurra mínútna kafla seint í síðari hálfleik.

HK jafnaði metin með sjálfsmarki frá Höskuldi Gunnlaugssyni fyrirliða Blika. Hinn ungi Tumi Þorvarsson kom inn á í liði HK undir lok leiksins og tæklaði Eyþór Wöhler á miðjum vellinum sem varð til þess að liðið komst í hraða skyndisókn sem Atli Þór Jónasson batt endahnútinn á með skoti fyrir utan teig og boltinn hafnaði í netinu.

Besta Deildin deildi tölfræði úr leiknum á Twitter í dag en þar sést að Blikar voru með mikil völd á vellinum og voru með fjórum sinnum hærra xG en HK. Græna liðið var mun meira með boltann og átti fleiri tilraunir í átt að marki.


Athugasemdir
banner
banner