Dagný Brynjarsdóttir er að verða samningslaus í sumar og það er óvíst hvort hún verði áfram hjá enska úrvalsdeildarfélaginu West Ham.
Dagný, sem er 33 ára, hefur ekki spilað eins mikið og hún hefði viljað gera á yfirstandandi tímabili.
Dagný, sem er 33 ára, hefur ekki spilað eins mikið og hún hefði viljað gera á yfirstandandi tímabili.
„Mér finnst alltaf ótrúlega gaman að mæta á æfingar og spila fótbolta, en ég get viðurkennt að ég er búin að vera ósátt við minn spiltíma," sagði Dagný við Fótbolta.net.
„Mér finnst eins og ég ætti að hafa spilað töluvert meira en ég hef gert."
Er einhver séns að þú breytir um umhverfi fljótlega?
„Ég ætla að sjá á næstu vikum hvað verður. Þjálfarinn er að verða samningslaus. Það er undir mér komið hvað ég vil. Ef ég færi mig, þá verður það að vera spennandi og eitthvað sem hentar fjölskyldunni. Ég er ekki að hugsa bara um sjálfa mig. Sonur minn er sjö ára og hefur verið í þrjú ár í grunnskóla þarna úti," sagði Dagný.
Eitthvað hefur verið rætt um mögulega heimkomu. Er það möguleiki?
„Ekkert frekar. Ef ég á að vera alveg hreinskilin, þá veit ég ekki neitt. Fyrir jól var ég ekki að reikna með að fara á EM. Núna er það möguleiki."
Félög á Íslandi hafa sýnt henni áhuga. „Já, það er búið að heyra í mér. Það er þá aðallega þjálfarar og starfsfólk sem þekkir mig að láta vita af sér. Ekkert alvarlegt. Það eru frekar félög erlendis sem hafa haft samband af viti," sagði miðjumaðurinn reynslumikli.
Athugasemdir