Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 11. maí 2021 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Carragher og Neville völdu Dias besta leikmann deildarinnar
Ruben Dias er búinn að eiga frábært tímabil í bláu treyjunni
Ruben Dias er búinn að eiga frábært tímabil í bláu treyjunni
Mynd: Getty Images
Phil Foden er besti ungi leikmaðurinn og Pep Guardiola er besti stjórinn
Phil Foden er besti ungi leikmaðurinn og Pep Guardiola er besti stjórinn
Mynd: Getty Images
Jamie Carragher og Gary Neville völdu lið ársins
Jamie Carragher og Gary Neville völdu lið ársins
Mynd: Getty Images
Ruben Dias, varnarmaður Manchester City, er besti leikmaður tímabilsins samkvæmt Jamie Carragher og Gary Neville en þeir völdu leikmenn ársins og lið ársins í Monday Night Football á Sky Sports í gær.

Pep Guardiola keypti Dias frá Benfica fyrir tímabilið en portúgalski miðvörðurinn hefur komið inn með mikil gæði og gjörbreytt varnarleik liðsins.

Man City er aðeins einum sigri frá því að vinna ensku úrvalsdeildina og er þá komið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og á Dias stóran þátt í því.

Carragher og Neville voru með sérstakan þátt í gær en þar völdu þeir besta leikmann tímabilsins, besta unga leikmanninn og lið tímabilsins.

Þeir voru sammála um það að Dias væri besti leikmaður deildarinnar og að Phil Foden væri besti ungi leikmaðurinn. Pep Guardiola er þá stjóri ársins.

Neville valdi níu leikmenn í lið ársins frá Manchester-liðunum á meðan Carragher valdi sex en hægt er að sjá liðin hér fyrir neðan.

Lið ársins hjá Carragher: Emiliano Martinez (Aston Villa), Vladimir Coufal (West Ham), Ruben Dias (Man City), John Stones (Man City), Luke Shaw (Man Utd), Bruno Fernandes (Man Utd), Kevin De Bruyne (Man City), N'Golo Kante (Chelsea), Phil Foden (Man City), Heung-Min Son (Tottenham), Harry Kane (Tottenham).



Lið ársins hjá Neville: Edouard Mendy (Chelsea), Kyle Walker (Man City), Harry Maguire (Man Utd), Ruben Dias (Man City), Luke Shaw (Man Utd), Kevin De Bruyne (Man City), Ilkay Gundogan (Man City), Bruno Fernandes (Man Utd), Phil Foden (Man City), Marcus Rashford (Man Utd), Harry Kane (Tottenham).


Athugasemdir
banner
banner
banner