Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 11. maí 2021 16:29
Elvar Geir Magnússon
Hver er þessi Elanga í Man Utd?
Anthony Elanga.
Anthony Elanga.
Mynd: Getty Images
Leikjaálag Manchester United gerir það að verkum að Ole Gunnar Solskjær gerir tíu breytingar á byrjunarliðinu frá síðasta leik. United mætir Leicester núna klukkan 17.

Smelltu hér til að sjá byrjunarliðin

Meðal leikmanna sem fær tækifærið er Anthony Elanga en hann er í byrjunarliðinu.

Aldur: 19
Fæddur: 27. apríl 2002
Staða: Vinstri vængmaður
Fæðingarstaður: Malmö í Svíþjóð
Sterkari fótur: Hægri
Númer: 56

Þessi sænski sóknarleikmaður var á varamannabekknum gegn Granada í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar og einnig í leiknum gegn Roma á Ítalíu þar sem United tryggði sér sæti í úrslitaleiknum.

„Hann hefur heillað þegar hann hefur verið að æfa með okkur. Hann var óheppinn fyrir nokkrum mánuðum þegar hann meiddist og hann hefur lagt mikið á sig til að koma til baka. Þetta er leikmaður sem er með ákveðinn X-faktor, hann er með ákveðni, hraða og gæði sem ég er hrifinn af," segir Solskjær

„Hann er vængmaður sem getur skorað, honum finnst gaman að leika á andstæðinga og er með gott hugarfar. Hann er með hungur í að bæta sig."

Faðir hans Joseph Elanga var vinstri bakvörður og lék með Kamerún á HM 1998 í Frakkland.
Athugasemdir
banner
banner
banner